141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[22:00]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ívilnanafrumvörpin um uppbyggingu iðnaðar og iðjuvera á Bakka við Húsavík opna á mikla uppbyggingu á þessu svæði og eru mikil fagnaðarefni.

Til að vera samkvæm sjálfri sér og til að fulls jafnræðis sé gætt setti ríkisstjórnin af stað samningaferli um sambærilegar ívilnanir á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Þeirri vinnu miðar vel og er hún langt komin eins og fram hefur komið í máli hæstv. fjármálaráðherra. Þessi mál og þessar ívilnanir við uppbyggingu iðnaðar og iðjuvera á iðnaðarsvæðunum, bæði norðan heiða og sunnan, eru stórbrotin byggðaverkefni sem munu skila okkur miklum árangri, mörgum störfum og því að atvinnuþróun á svæðum sem hafa átt erfitt uppdráttar verður snúið í mikla sókn. Þar mun störfum fjölga mjög á næstu missirum í kjölfarið á ívilnunarsamningunum og iðnaðaruppbyggingunni og því segi ég að sjálfsögðu já við þessu máli.