141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[22:03]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna því að geta afgreitt út af borðinu í eitt skipti fyrir öll stórkarlaleg áform um 350 þús. tonna álver á Bakka við Húsavík með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum. Við Vinstri græn höfum oft verið ásökuð um að kalla eftir því sem er „eitthvað annað“ og hér er eitthvað annað á borðum, hóflegt iðjuver, kísilver í landi Bakka sem hefur ýmsa kosti.

Frú forseti. Ég styð þriðja málið um uppbyggingu innviða á þessu svæði en ég geri það með þeim fyrirvara að ekki verði farið í orkuöflun í Bjarnarflagi við Mývatn án undangengins endurtekins umhverfismats. Ég treysti því að það verði ekki gert. Ég get hins vegar ekki stutt fjárfestingarsamninginn og ívilnanasamninginn sem er mál 2 og sit hjá við afgreiðslu þess máls.