141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

633. mál
[22:09]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði hér á eftir um þátttöku ríkisins í uppbyggingu tiltekinna innviða í þágu atvinnuuppbyggingar á norðaustanverðu landinu. Ég trúi því að þegar allt er saman metið sé um framfaramál að ræða. Með þessu kemur ný tegund iðnaðar inn í landið og nýr valkostur skapast fyrir staðsetningu lítilla og meðalstórra iðnfyrirtækja. Byggða- og þjóðhagsáhrif þessarar fjárfestingar eru tvímælalaust jákvæð og margt fleira mætti til nefna.

Í ljósi þess að ég hef þá sannfæringu að hér sé um gott mál að ræða þá mæli ég að sjálfsögðu með því að menn styðji það og það gerir mér létt að leiða hjá mér ódýr ummæli í minn garð.