141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[22:22]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í miðri kreppunni 1930 reistum við það móðurhús sem nú stendur sem hluti af Landspítalanum. Það er því vel við hæfi að nú þegar við erum að rísa eftir þá kreppu sem við lentum í 2008 færum við notendum heilbrigðisþjónustunnar, starfsfólki Landspítalans og þjóðinni allri þetta frábæra tækifæri til að reisa nýjan Landspítala og koma móðurskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu í höfn.