141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[22:23]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þúsundir landsmanna eiga frábærri heilbrigðisþjónustu Landspítala – háskólasjúkrahúss líf sitt að launa. Á bak við þau áform sem hér eru samþykkt er mikill stuðningur um allt samfélagið. Landspítalinn er kjölfestan í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hér er verið að ráðast í mestu og stórbrotnustu fjárfestingar í opinberri heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar hafa ráðist í. Það er mikið gæfuspor að snúa þessu yfir í opinbera framkvæmd. Þetta mál styð ég heils hugar. Það er mjög jákvætt að við getum lokið þessu máli, gert að lögum áður en þetta Alþingi skilar sínum störfum.