141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

fjölmiðlar.

490. mál
[22:38]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með þessu frumvarpi og minni á að þetta er lokahnykkurinn á því að setja heildstæð lög um fjölmiðla, sem er í raun og veru mjög stór áfangi hjá þessu þingi. Ég er þakklát fyrir að við höfum lokið þessari vinnu, en minni hv. þingmann á að samkvæmt þessum lögum á endurskoðun þeirra að hefjast 2014. Hv. þingmenn munu því líka hafa eitthvað að ræða á næsta kjörtímabili hvað varðar fjölmiðla. En hér má segja að þeirri vinnu sé lokið að setja fyrstu heildarlögin um fjölmiðla á Íslandi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)