141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[22:55]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er alvarleg staða þegar fólk á í skuldavanda. Lánsveðshópurinn hefur verið í þeirri erfiðu aðstöðu að njóta ekki 110%-leiðarinnar á við önnur heimili í sambærilegri stöðu. Þetta frumvarp hæstv. fjármálaráðherra er til þess að koma tímabundið til móts við þennan hóp á meðan leitað er varanlegra lausna. Að gera lítið úr 500 millj. kr. framlagi til þessara fjölskyldna sýnir hvers konar loftbóla pólitísk framlög Framsóknarflokksins eru. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)