141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

virðisaukaskattur.

639. mál
[23:01]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið í þessum síðustu atkvæðagreiðslum og þakka fyrir samstarfið í hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Þetta er að sönnu samstöðunefndin, enda einungis friðarins menn þar inni, og er gott dæmi um það hvernig hægt er að ná árangri þegar menn vinna saman. Í mínum huga er enginn vafi að ef unnið væri í öðrum nefndum þingsins með sama hætti og gert er í hv. efnahags- og viðskiptanefnd sæjum við betri árangur en við sjáum núna í lok þessa kjörtímabils.

Þetta mál gengur út á að taka á og fjölga úrræðum fyrir skattyfirvöld til að berjast við skattundanskot og svartri atvinnustarfsemi. Málið hefur fengið góða umfjöllun og jákvæðar umsagnir. Ég segi já við málinu, virðulegi forseti.