141. löggjafarþing — 113. fundur,  28. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[00:07]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þessar breytingartillögur forða stórslysi og gera það að verkum að ný ríkisstjórn getur farið betur yfir málið. Við erum að fresta þessu öllu saman, sem betur fer, og á sama hátt erum við að koma í veg fyrir að þær fyrirætlanir sem voru til staðar um að hér yrði settur kortagrunnur sem mundi bjóða heim þeirri hættu að það fólk sem er að stunda fullkomlega löglega iðju með góðum, umhverfisvænum hætti og náttúruvernd að leiðarljósi væri að fremja glæp. Sem betur fer erum við búin að taka það út og þeir stjórnmálamenn sem vilja setja slíkt inn þurfa að koma með sérstakt frumvarp þar að lútandi. Ég legg til að hv. þingmenn styðji tillöguna.