141. löggjafarþing — 113. fundur,  28. mars 2013.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

633. mál
[01:14]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég styð þetta mál eins og fyrra málið. Ég tel mikilvægt að loks fari að hilla undir það að við sjáum fjárfestingar fara af stað í landinu og framkvæmdir tengdar atvinnumálum og atvinnuuppbyggingu, hvort sem það er fyrir norðan eða sunnan heiðar. Ég tel mikilvægt eins og í fyrra málinu að ívilnanir sem við erum að sjá varðandi innviðauppbyggingu í málinu verði almennari, að þetta verði almenn regla en ekki sértæk regla og tel mikilvægt að þetta gildi um aðrar framkvæmdir annars staðar á landinu eins og til að mynda á Suðurnesjum sem hafa algjörlega verið látin afskipt af hálfu núverandi ríkisstjórnar. Það er til skammar.

Þetta mál er til bóta fyrir samfélagið og þess vegna styð ég það.