141. löggjafarþing — 113. fundur,  28. mars 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[01:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Breytingartillaga hv. þm. Björns Vals Gíslasonar eyðileggur málið. (Gripið fram í: Jahá.) Vegna þess að í henni stendur:

„Ráðherra er heimilt að heimila Nýjum Landspítala ohf. að fara í forval vegna undirbúnings útboðs fullnaðarhönnunar.“

Þar er sem sagt fjárveiting. Formaður fjárlaganefndar brýtur stjórnarskrána um að ekki megi fara í framkvæmdir nema samkvæmt fjárlögum eða fjáraukalögum. (Gripið fram í.) Hér er verið að segja að hægt sé að fara í framkvæmdir án þess að það sé til fjárveiting. (Gripið fram í.) Það er engin fjárveiting til, hvorki í fjárlögum eða fjáraukalögum, hvergi.

Það stendur hér, frú forseti:

„Ráðherra er heimilt að heimila Nýjum Landspítala ohf. að fara í forval vegna undirbúnings útboðs …“

Forval kostar. Ég get ekki greitt atkvæði með þessu.