141. löggjafarþing — 114. fundur,  28. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[01:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta kjörtímabil hefur einkennst af slagsmálum, deilum og ágreiningi, þar á meðal um stjórnarskrána. Þetta hefur ekki verið unnið í sátt og samlyndi.

Þessi tillaga, sú breyting sem við erum að gera hér, gerir kröfu um sátt og samlyndi. Það þurfa 2/3 allra þingmanna að samþykkja hana. Það þýðir að menn verða að ná saman.

Menn eru að mikla fyrir sér 40% þröskuld hjá þjóðinni. Ef þjóðin á sjálf að vera sátt við tillögurnar mun hún fylkja sér á kjörstað og greiða atkvæði. Ef 50% mæta á kjörstað og 80% samþykkja, þá er þröskuldinum náð, og 50% kosningaþátttaka er ekki mikil á Íslandi. Það er hefð fyrir því að hér sé 60–70% þátttaka. Þessum þröskuldi verður því auðveldlega náð ef sátt er um málið.