141. löggjafarþing — 114. fundur,  28. mars 2013.

þingfrestun.

[01:37]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Forseti Íslands hefur gefið út svofellt bréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Þegar Alþingi, 141. löggjafarþing, hefur samþykkt frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, ber samkvæmt 79. gr. stjórnarskrárinnar að rjúfa þing og stofna til almennra kosninga að nýju, og samkvæmt 21. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, að ákveða kjördag.

Samkvæmt þessu veiti ég forsætisráðherra hér með umboð til þess í mínu nafni að rjúfa Alþingi þegar framangreint stjórnarskipunarlagafrumvarp hefur verið samþykkt, en almennar kosningar fari fram laugardaginn 27. apríl 2013 eins og þegar hefur verið boðað á grundvelli 20. gr. laga nr. 24/2000.

Gjört á Bessastöðum, 27. mars 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson.

___________________

Jóhanna Sigurðardóttir.

Forsetabréf um þingrof og almennar kosningar til Alþingis.“

Þar eð Alþingi hefur samþykkt nefnt stjórnarskipunarlagafrumvarp er Alþingi samkvæmt þessu umboði rofið en almennar kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 27. apríl nk.