142. löggjafarþing — 3. fundur,  11. júní 2013.

örorkumat.

[13:57]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Enn á ný tek ég undir það sem hv. þingmaður segir. Það er ekki bara að þetta sé stór breyting, heldur þarf síðan að skoða heildstætt greiðslur frá lífeyrissjóðum til öryrkja og frá Tryggingastofnun. Einnig hefur það verið rætt hvernig hægt sé að hjálpa fólki til að taka sem virkastan þátt í vinnumarkaðnum.

Í ræðu minni hér í gær, við stefnuræðu hæstv. forsætisráðherra, fór ég einmitt sérstaklega í gegnum þessa áherslu á það að hvert og eitt starf skipti miklu máli og að hver og einn einstaklingur hafi möguleika á því að leggja sitt fram. Þetta er að mínu mati svo sannarlega hluti af því.