142. löggjafarþing — 3. fundur,  11. júní 2013.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

1. mál
[14:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ríkisútgjöldin eru og við öll á fleygiferð að reyna að koma þeim innviðum sem þurfa að vera í landinu í samgöngum og öðru í lag til að bregðast við þeirri gífurlegu fjölgun ferðamanna sem hefur orðið hér á undanförnum árum. Það þarf náttúrlega að borga úr opinberum sjóðum. Gistikostnaður er um 11% af heildarkostnaði erlendra ferðamanna og ef virðisaukaskatturinn hefði farið upp í 25%, eins og hugmyndir voru einhvern tímann um, hefði kostnaðarauki fyrir erlendan ferðamann verið að jafnaði 1,7%.

Það er mjög áberandi í öllu því sem kemur frá ríkisstjórninni að lækka eigi skatta á atvinnurekstur eins og kemur hér fram. Átta menn sig ekki á því að ef skattar eru lækkaðir á atvinnurekstur þarf samt sem áður að halda uppi ríkisútgjöldunum, (Forseti hringir.) vegna þess að mér skilst að menn ætli ekki að lækka þau, og þá verða það (Forseti hringir.) einstaklingarnir í landinu sem þurfa að borga þann skatt?