142. löggjafarþing — 3. fundur,  11. júní 2013.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

1. mál
[14:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst full ástæða til þess einmitt að ræða skattlagninguna á greinina í samhengi við þetta frumvarp því að það er mjög mikilvægt fyrir þingmenn sem ætla að taka afstöðu til þess að vita í hvaða samhengi frumvarpið er lagt fram.

Varðandi hugmyndafræðina um það að þeim mun lægri skattar þeim mun meiri hagnaður fyrir samfélagið, þar greinir okkur á. Ég vil fá framlögð gögn þess eðlis, enda kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar að þeir telja hækkun virðisaukaskatts, sem þar var heil 25,5% sem átti að vera þegar hún var lögð fram, ekki munu hafa þannig áhrif á umfang í greininni.

Þá velti ég fyrir mér: Með fjölgun ferðamanna þarf að byggja upp innviði og það þarf að vernda íslenska náttúru sem er undir miklu álagi frá ferðamönnum. Á að byggja þá innviði upp með — hverju? Skatttekjum (Forseti hringir.) af tekjuskatti eða á greinin að (Forseti hringir.) standa undir sér?