142. löggjafarþing — 3. fundur,  11. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[21:10]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Ögmund Jónasson, hæstv. fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna þeirrar afstöðu sem hann tekur í þessu máli. Þrisvar sinnum á síðasta kjörtímabili var áþekkt frumvarp lagt fram. Aldrei lýsti hæstv. innanríkisráðherra því yfir þá að málin væru með þeim hætti að dómstólarnir væru í flýtimeðferð með mál sem tengdust skuldavanda heimilanna. Ef svo var þá þegar áþekk frumvörp voru lögð fram á síðasta þingi, af hverju komu ekki þær upplýsingar fram hjá hæstv. þáverandi innanríkisráðherra að hlutirnir væru í lagi vegna þess að annað segir fólkið í landinu?