142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

mannabreytingar í nefndum.

[10:30]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist tilkynning frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins um mannabreytingar í nefndum, samanber 16. gr. þingskapa.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur sæti í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Brynjars Níelssonar.

Brynjar Níelsson tekur sæti í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.

Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti varamanns í Íslandsdeild Evrópuráðsins í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Guðlaugur Þór Þórðarson tekur sæti varamanns í Íslandsdeild ÖSE í stað Unnar Brár Konráðsdóttur.

Þessar breytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur enn fremur borist tilkynning frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa.

Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Willums Þórs Þórssonar.

Willum Þór Þórsson tekur sæti Páls Jóhanns Pálssonar sem 2. varaformaður í efnahags- og viðskiptanefnd.

Páll Jóhann Pálsson víkur úr nefndinni en Líneik Anna Sævarsdóttir tekur þar sæti.

Willum Þór Þórsson tekur sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Líneikar Önnu Sævarsdóttur.

Páll Jóhann Pálsson tekur sæti í velferðarnefnd í stað Elsu Láru Arnardóttur.

Þessar breytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.