142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

kaltjón og harðindi á Norður- og Austurlandi.

[11:28]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Eins og komið hefur fram er mikið og almennt kal í túnum á Norður- og Austurlandi. Dæmi eru um að öll tún séu ónýt á stöku bæjum. Á mörgum stöðum er fé enn inni vegna snjóa eða leysinga og bændur þurfa enn að sinna vetrar- og vorverkum þótt nú sé kominn 13. júní.

Ég þekki það vel úr minni sveit að bændur eru harðduglegt fólk sem vinnur nótt og dag. Fæstir bera úr býtum í samræmi við þá miklu vinnu sem þeir leggja til og ljóst er að þeir hafa ekki úr digrum sjóðum að taka til að mæta þessum veðurhamförum. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að skoða fljótt og vel hvernig hægt er að styðja við bændur í því erfiða árferði sem þeir glíma nú við.