142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[15:04]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Það er fullkomin ástæða til þess að hnykkja á því sem ég sagði áðan, að engar tillögur komu fram í kosningabaráttunni af hálfu flokks hv. þingmanns. Það er full ástæða til þess að hnykkja á því hverjir það voru sem hófu þennan málflutning, hverjir það voru sem börðust fyrir honum, hverjir það voru sem lögðu fram tillögu eftir tillögu. Menn reyndu allar aðferðir í bókinni til að tala þessar tillögur okkar niður í kosningabaráttunni. Ég vona að menn finni nú hjá sér þörf og getu og vilja til að taka á með okkur til að gera þessar raunhæfu og réttlátu tillögur og nauðsynlegu tillögur og aðgerðir að raunveruleika.