142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[15:35]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Kjarni málsins er þessi: Framsóknarflokkurinn verður að bera ábyrgð á kosningaloforðum sínum, hann verður að gera það sjálfur, það gerir það enginn fyrir hann. Skilaboðin eru þau að Framsóknarflokkurinn verður þá núna að segja þjóðinni að hún verði að bíða. Framsóknarflokkurinn verður að gera það sjálfur, horfa í augun á þjóðinni og segja: Ágæta þjóð, hafðu biðlund með okkur af því að við þurfum að útfæra þetta. Gerið þið það þá. Segið bara, virðulegur forseti, hversu lengi.