142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[16:09]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langaði einfaldlega að spyrja hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur þeirrar spurningar hvort hún sé fylgjandi valfrelsi í lánamálum þannig að verðtrygging verði ekki hin almenna regla en engu að síður, kjósi einstaklingar að taka verðtryggð lán en ekki óverðtryggð lán, sé þeim það heimilt.