142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

viðvera forsætisráðherra í umræðu.

[17:54]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þær athugasemdir sem hér hafa komið fram og ég held að það sé ofmælt að segja að umræðu sé lokið þegar svona er. Hér eru margar spurningar sem enn þá eru opnar og ekki hefur verið svarað. Ég tek undir þann skilning sem komið hefur fram að hæstv. forsætisráðherra ætlaði og kvaðst mundu svara spurningum og fara yfir álitamál í lok þessarar mikilvægu umræðu. Mér finnst það ekki góðs viti hvað varðar samskipti forsætisráðherra við þingið þau andsvör og samskipti sem áttu sér stað í upphafi umræðunnar og svo það að hæstv. ráðherra skuli hunsa umræðuna með því móti sem verið er að gera hér þegar hann talar um samstarf og sanngirni í hinu orðinu.