142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

jöfnuður í ríkisfjármálum.

[10:39]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Hér er aftur komið að þjónustusamningi vegna barnatannlækninga. Veiðigjaldinu hafði verið ráðstafað af fyrri ríkisstjórn fram í tímann til allt annarra verkefna þannig að barnatannlækningar verða ekki notaðar í tengslum við umræðu um veiðigjöldin, en það stendur til að láta veiðigjöldin ekki hækka heilt yfir eins og ríkisstjórnin hafði gert ráð fyrir enda tel ég að það hafi verið hreinir draumórar þegar menn voru farnir að sjá fyrir sér að sjávarútvegurinn í landinu gæti til viðbótar við auknar tekjuskattsgreiðslur sem eru að falla til, sem betur fer, farið að greiða upp undir 30 milljarða, ein atvinnugreina samkvæmt sérstöku gjaldi sem á þá grein var lagt.

Þetta er nokkuð sem mönnum ætti að hafa orðið ljóst í umræðum um veiðigjöld á sínum tíma. Það er því verið að stilla veiðigjöldin til einhvers raunveruleika. Það var reyndar ómögulegt (Forseti hringir.) að leggja veiðigjöld á samkvæmt gildandi lögum vegna þess að það var enginn grunnur tilbúinn til að leggja gjöldin á.