142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

gjaldfrjálsar tannlækningar.

[11:00]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Forseti. Varðandi þann þátt sem snýr að barnatannlækningum er rétt að geta þess að samningurinn sem gerður var við tannlækna um það góða verk er einmitt gerður í anda laga nr. 112/2008, um Sjúkratryggingar Íslands. Hverjir komu þeim lögum á? Það var gert í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins (Gripið fram í.) og þau eru unnin eftir hugmyndafræði sem við höfum barist fyrir.

Ég fagna að sjálfsögðu öllum stuðningi, hvaðan sem hann kemur, við þetta góða verk og þá góðu hugsun. Ég fagna því sömuleiðis að fá hér yfirlýsingu frá fyrrverandi heilbrigðisráðherra að hann muni aðstoða okkur og leggja okkur lið við að útfæra þá hugmyndafræði sem þar er og gera hana að veruleika. Ég veit að það mun skila okkur enn betra heilbrigðiskerfi og þróa okkur fram á veginn enn frekar í því ágæta kerfi og gera okkur fært að reisa það úr þeim rústum sem það hefur komist í, því miður, berja í þá bresti sem þar er að finna.