142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

hvalaskoðun.

[11:05]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Mér þótti þetta nú heldur klént. Það sem ég var að reyna að kalla fram er í raun og veru hvernig ráðherrann hyggst taka sér stöðu fyrir hönd ferðaþjónustunnar vegna þess að hér er um að ræða umræðu um breytingu fyrrverandi ráðherra á stækkun hvalaskoðunarsvæða á grundvelli mjög breiðs samráðs. Haft var gríðarlega breitt samráð og niðurstaðan var sú að lögð var til stækkun griðasvæðis Faxaflóa. Mér finnst athyglisvert ef það liggur ekki fyrir skýrar en kemur fram hér í svari ráðherrans hvort ráðherra ferðamála taki hagsmuni hvalveiða fram yfir hagsmuni hvalaskoðunar eður ei.