142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

veiðigjald.

15. mál
[13:57]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var ein spurning sem vaknaði í huga mínum við orð hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur þegar hún fór yfir það sem Norðmenn gera varðandi auðlindarentu. Í ljósi þess að ég er nú nýgræðingur hérna langaði mig til þess að biðja hana um að upplýsa mig og aðra hv. þingmenn um hvernig Norðmenn fara með auðlindarentu af fiskveiðum. Ég efast ekki um að við getum lært ýmislegt af Norðmönnum, en mig fýsir að vita það hvort hv. þingmaður býr yfir upplýsingum um hvernig Norðmenn reikna sér auðlindarentu af fiskveiðum sínum.