142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

veiðigjald.

15. mál
[15:42]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrst um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.

Í athugasemd við 3. gr. frumvarpsins segir, með leyfi forseta:

„Það hefur sýnt sig að lögin eru ekki nægilega afdráttarlaus um heimildir til nauðsynlegrar öflunar upplýsinga og miðlunar þeirra milli embættis ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands og veiðigjaldanefndar. Nefndin vakti athygli ráðuneytisins á þessu í lok mars og síðan hefur verið leitað leiða til úrlausnar. Sú vinna hefur ekki skilað tilætluðum árangri og útséð er um að ekki er unnt að leggja á sérstakt veiðigjald samkvæmt lögunum fyrir komandi fiskveiðiár 2013/2014.“

„Ekki er unnt að leggja á sérstakt veiðigjald.“ — Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar snýst um að hægt sé að leggja á veiðigjald. Þess vegna er það lagt fram.

Það kom líka fram í máli hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur að hún væri á móti samþjöppun í greininni. Nú eru vísbendingar um að ef veiðigjaldið hefði verið lagt á óbreytt hefði verið einsýnt að um frekari samþjöppun hefði orðið að ræða. Þess vegna er gripið til þessara breytinga til að reyna að sporna við því meðal annars og til að reyna að koma í veg fyrir að lítil og meðalstór fyrirtæki í greininni leggist af. Þetta er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.

Mig langaði líka til að biðja hv. þingmann að útskýra fyrir mér og þingheimi hugtakið „umframhagnaður“. Hvar myndast hann? Er það hagnaður eftir fjármagnstekjur? Hvað er umframhagnaður, hv. þingmaður?