142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

veiðigjald.

15. mál
[15:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og hæstv. ráðherra hafa talað mikið um stöðu smærri fyrirtækja og að nauðsynlegt sé að koma til móts við þau. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hún telji að það sem lagt er til í frumvarpinu sé betri leið en einfaldlega að rýmka skerðingarmörkin sem þó eru í gildandi lögum fyrir fyrstu 30 tonnin og svo aftur afsláttinn af 70 tonnum þar á eftir.

Einnig vil ég spyrja hv. þingmann hvort hún telji ekki hættu í því fólgna að það sé ráðherra sem eigi að sýsla með einhvern stuðul fyrir þorskígildin, hvort það sé ekki áhætta í því fólgin sem ráðherra ætti ekki (Forseti hringir.) að vera að sýsla með.