142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

veiðigjald.

15. mál
[15:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla byrja á því að svara hv. þingmanni. Ég tel það ekki eiga að vera í hendi hæstv. ráðherra sjávarútvegs, landbúnaðar og umhverfismála að sjá um þennan stuðul og bera ábyrgð á þeim málum. Mér finnst það ekki mjög fagmannlegt. Miðað við að núverandi ríkisstjórn ætlar að hafa fagmennskuna og gegnsæið í fyrirrúmi þá byrjar það ekki vel þegar hæstv. ráðherra er með það allt á sinni könnu.

Varðandi það sem hv. þingmaður nefndi varðandi það að hækka mörkin er ég mjög hlynnt því að það verði skoðað miklu frekar en að setja smærri útgerðir og stórar útgerðir, sem græða vissulega miklu meira, undir sama hatt.

Ég vil benda á það í lokin, af því að verið er að tala um að styðja þurfi með einhverjum hætti við minni útgerðir og að menn fari á bak við það með þessum hætti, hvers vegna í ósköpunum studdi þá hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) ekki minni útgerðirnar með því að setja strandveiðar í aflahlutdeild eins og fyrrverandi ríkisstjórn lagði til? Hvers vegna í ósköpunum gerði hann það ekki?