142. löggjafarþing — 7. fundur,  18. júní 2013.

séreignarsparnaður.

[13:49]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. efnahags- og fjármálaráðherra fyrir þetta svar. Ég túlka það þannig að þó svo að sá mikilvægi þáttur sem þarna er nefndur og var eitt af aðalatriðum Sjálfstæðisflokksins við skuldavanda heimilanna sé ekki settur fram í þessari aðgerðaáætlun hafi hann samt sem áður það vægi sem þarf til skoðunar. Óneitanlega vekur það athygli að í þessum tíu punktum er miklu meira fastsett með tímaáætlun og hvaða ráðherra beri ábyrgð en þetta tiltekna atriði sem ég er að spyrja hér út í.

Áður hefur verið talað um að þeirri áætlun sem sett er fram skuli ljúka í hausti vegna þess, eins og ég sagði hér áðan, að fólk bíður, en það sem kemur upp í hugann bæði þegar maður les stjórnmálaályktanir og stefnuskrár sem við verðum auðvitað öll að gera hjá öllum flokkum þá rifjast upp fyrir mér landsfundur Sjálfstæðisflokksins í febrúar, engar nefndir, enga starfshópa, (Forseti hringir.) aðgerðir strax. (Forseti hringir.) Það virðist hafa horfið (Forseti hringir.) og þurft að setja þetta allt saman í (Forseti hringir.) nefndir og starfshópa.