142. löggjafarþing — 7. fundur,  18. júní 2013.

dreifiveita og raforka til garðyrkjubænda.

[14:06]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta en vegna þess hversu hart hæstv. forseti barði í bjölluna þegar ég var að ljúka máli mínu hér áðan vildi ég bara ítreka það sem ég sagði í lokin, að bæði ég og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra höfum hitt garðyrkjubændur og greint þeim frá því að við munum leggja okkur fram um að finna lausn á umkvörtunum þeirra vegna þess að þetta er afar mikilvæg atvinnugrein og oft nefnd sem dæmi um þetta „eitthvað annað“ sem við viljum byggja undir. Ég vildi koma þessu skýrt á framfæri án bjölluundirleiks hæstv. forseta.