142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

friðlýsing Þjórsárvera.

[11:13]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður fer úr einu í annað. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera sá að draga upp einhverja mynd sem samræmist þeim fordómum sem núverandi stjórnarandstaða vill gjarnan koma til skila, renna stoðum undir málflutning sem núverandi stjórnarandstaða hefur á undanförnum árum varið töluverðum tíma í að reyna að byggja upp og getur svo ekki á sér setið að fylgja eftir núna í nýju hlutverki. (Gripið fram í.)

Til að svara spurningunni á einfaldan hátt vegna þess að ég þarf ekki meira en 10 sekúndur, ég á enn 20 sekúndur eftir, þá getur hv. þingmaður verið alveg róleg varðandi frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem munu skila sér í tæka tíð. Vonandi leggst stjórnarandstaðan ekki í málþóf gegn þeim frumvörpum (Gripið fram í.) þó að þetta hafi ekki byrjað vel með málþófi strax á fyrsta máli.

Hvað varðar fyrirspurn hv. þingmanns um vinnu við friðlýsingu þá ítreka (Forseti hringir.) ég fyrra svar. Þar vinna menn þetta að sjálfsögðu faglega og (Forseti hringir.) í samráði.