142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

málefni ferðaþjónustu.

[11:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég virðist vera eitthvað klaufaleg við að koma hlutunum út úr mér vegna þess að mér er alveg fullkunnugt um að þetta hefur verið lengi til umræðu í ferðaþjónustunni. (Gripið fram í.) Ja, umræðan, það er það sem ráðherrann, hún hefur verið að hefja hana núna í fréttum yfir síðustu helgi. Mér er alveg fullkunnugt um að þetta hefur verið lengi til skoðunar og fólk hefur velt þessu fyrir sér. Ég vann fyrir 40 árum í ferðaþjónustu og við veltum þessu meira að segja fyrir okkur þá.

Ég ætla nú bara að biðja ráðherrann fyrst engar hugmyndir eru um hvað á að koma í kassann fyrir þetta — við erum að taka 500 milljónir úr kassanum, sem endilega þyrftu ekki að renna til ferðaþjónustu ef það fer í sameiginlegan kassa, en við erum þó að taka það á þessu ári sem hefði getað komið frá gistingu, 1,5 milljarða næstu fjögur ár. Verið er að lækka tekjur ríkisins að minnsta kosti um þá upphæð með tillögunni um að lækka virðisaukaskattinn frá því sem búið var að ákveða. (Forseti hringir.) Ég ætla því að biðja ráðherrann um að halda okkur upplýstum, eins og sagt er, um hvaða upphæðir hún er að tala um (Forseti hringir.) strax og hún hefur einhverja hugmynd um það.