142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

aukið fjármagn í skatteftirlit.

[11:34]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það má alltaf velta því fyrir sér hvenær sé nóg að gert í einstökum málaflokkum. Ráðist hefur verið í sérstakt átak og upplýsingarnar sem hv. þingmaður greinir hér frá um árangurinn af því átaki eru til vitnis um að þessum málaflokki hefur verið gefinn aukinn gaumur undanfarin ár, m.a. með auknu fjármagni. Hvort eigi síðan enn að bæta í er mikið álitaefni. Á þessu stigi málsins er í það minnsta lagt upp með að hagræðingarkröfunni fyrir komandi fjárlagaár verði dreift með dálítið ólíkum hætti en áður og þessum stofnunum verði sérstaklega hlíft og þá gerð meiri krafa annars staðar.