142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

stjórn fiskveiða o.fl.

4. mál
[11:40]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langaði bara að vekja athygli á því sem hefur komið fram í nefndinni, að tekist er á um ákveðin sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið að stækka bátana til að tryggja öryggi og aðbúnað sjómanna og hins vegar að leyfa mönnum að stækka bátana. Þó að í þessu frumvarpi sé tekið tillit til þess að ekki eigi að vera hægt að færa bátana upp í stærra kerfi þá er samt sem áður verið að stækka bátana sem gerir það auðveldara síðar meir að færa þá upp í annað kerfi. Þetta eru þau sjónarmið sem tekist er á um. Menn óttast að hægt og rólega sé verið að taka skref í áttina að því að skerða rétt smærra fiskveiðikerfisins.

Ég vildi bara að þetta kæmi fram.