142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[14:37]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get alveg tekið undir að skoða það nánar hvort tilefni sé til í þessum málum, úr því að menn vilja hraða þeim meira en þegar er, og hvort skynsamlegt sé að stytta áfrýjunarfrestinn. Það gæti alla vega stytt mál um tvo mánuði. Ef við náum að hraða þessu enn meira í héraði á þeim lagagrunni geta menn kannski sparað hálft ár eða eitthvað slíkt, jafnvel meira. Það er mikilvægt vegna þess að óvissa í þessum málum er svo óþægileg fyrir okkur öll og fyrir frekari aðgerðir, fyrir skuldara o.fl. Það er því mikilvægt að þau mál klárist sem allra fyrst sem snúa að þeim grundvallaratriðum sem beðið er eftir.