142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[17:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langaði bara til að spyrjast fyrir um hvað líði þeim fundi sem við vorum búin að biðja um að yrði boðaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fá upplýsingar frá ráðherranum um það fáheyrða atvik sem átti sér stað fyrr í dag þegar maður sem sinnir áhugamáli sínu, sem í þessu tilfelli snertir lýðræðið í landinu, er kallaður á fund ráðherra og yfirmanni hans er sent afrit af boðuninni. Við erum búin að biðja um fund sem var ákaflega vel tekið af forseta og mig langaði til að fá nánari upplýsingar um þetta.