142. löggjafarþing — 11. fundur,  24. júní 2013.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá 8. þm. Reykv. n., Árna Þór Sigurðssyni, um að hann geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Björn Valur Gíslason.

Borist hefur bréf frá 1. varamanni á lista í kjördæminu sem boðar forföll.

Björn Valur Gíslason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um að 8. þm. Suðvest., Ögmundur Jónasson, geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Kjörbréf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 8. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]