142. löggjafarþing — 11. fundur,  24. júní 2013.

tekjuöflun fyrir skattalækkunum.

[15:16]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ítrekun á spurningunni ef honum fannst ég ekki hafa svarað nógu skýrt.

Það vill náttúrlega oft vera þannig í samstarfi að skoðanir séu skiptar um það hvernig nákvæmlega menn vilja nálgast verkefnin. Það er hins vegar mikil samstaða um það á milli stjórnarflokkanna að taka til baka skerðingar sem snúa að öldruðum og öryrkjum. Að því hef ég hef unnið ötullega og í mínum huga er alveg ljóst að við munum ekki að fara héðan af sumarþingi fyrr en við erum búin að afgreiða það frumvarp.