142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

vanhæfni þingmanna til að fjalla um mál.

[14:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hv. þm. Björn Valur Gíslason kom hér og lýsti yfir áhyggjum sínum af því að ekki væri gætt nægilega að því að þingmenn sem hagsmuni hefðu í ákveðnum málum væru ekki að fjalla um þau í nefndum. Þá kom hér í pontu hv. þm. Vigdís Hauksdóttir (VigH: Þetta er efnisumræða.)og gerði — nei, þetta er um fundarstjórn forseta — því skóna að hann sem varaþingmaður hefði á einhvern hátt ekki rétt til að tjá skoðanir sínar hér í þinginu. Ég vil fá afdráttarlaust frá herra forseta afstöðu til þess hvort orð varaþingmanna hafi annað vægi en aðalmanna hér á þingi. Ég tel það mikilvægt í ljósi þessara aðdróttana.