142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

1. mál
[14:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Já, við píratar erum náttúrlega hlynnt gegnsæi í skattkerfinu. Rökin fyrir þessu hafa verið þau að einfalda þurfi skattkerfið, ekki megi vera of mörg skattþrep og svo að með því að vera með hærra skattþrep þá auki það svarta atvinnustarfsemi. En þetta kemur núna á þeim tíma þegar fjárlagagat er.

Við erum mjög hlynnt því að skattar séu lækkaðir og þeir gerðir einfaldir en það verður þá að koma eitthvað annað á móti. Einu rökin sem héldu vatni þangað til ég fór að skoða það voru að samkeppnishæfni væri í ferðaþjónustunni, sem The World Economic Forum bendir á að sé mjög gott. Við erum í 16. sæti af 140 ríkjum í heiminum.

Ég sé ekki rökin þarna nema að á móti komi einhver skattur sem á sama tíma eykur þá skilvirkni og gegnsæi skattkerfisins og það er eitthvað sem við ættum að skoða. Gerum þetta samhliða.