142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:30]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um að það væri fullkomlega þess virði að skoða iður hæstv. menntamálaráðherra varðandi afstöðu hans til málsins. En mér þótti það forvitnilegt hjá hv. þingmanni að hann telur að það sé fullt tilefni til þess að starfsmenn hafi fasta áheyrnaraðild að stjórninni og geti þá komið að sjónarmiðum sínum og eftir atvikum varið hagsmuni sína og Ríkisútvarpsins. En ef hann telur að það sé fullt tilefni til þess að rödd þeirra heyrist þar hvers vegna þá ekki að slá það í gadda og tryggja þeim þessa aðild, sem hv. þingmaður telur að sé fullt tilefni til, með lögum?