142. löggjafarþing — 12. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[15:52]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég á margt eftir ólært í þessum ræðustól, það er ljóst, en þó að ég hafi talað um að ég væri dapur þá er ég ekkert hræddur um að ég verði það áfram. Ég held áfram með bjartsýni, kjark og þor inn í kjörtímabilið, það er alveg á hreinu.

Ég þakka fyrir upplýsingar um það hvað maður þarf til að vera alvörumaður. Ég er þá ekki alvörumaður ef þetta er rétt. En ég trúi á Ísland, ég trúi á lýðræðið og ég trúi á samstöðu fólks. Ég fer inn í kjörtímabilið fullur af kjarki, þori og bjartsýni.