142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[18:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um að setja dagskrárstefnu RÚV í hendurnar á fulltrúum þingflokka á Alþingi. Hin nýja hægri stjórn lítur á það sem forgangsmál að herða hin pólitísku tök á Ríkisútvarpinu. Grein forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag sýnir okkur þörf hans til að stjórna efnistökum fjórða valdsins, fjölmiðlanna. Næstu skref ríkisstjórnarinnar gætu orðið að breyta lögum um Seðlabanka í fyrra horf og kjósa bankaráðin hlutfallskosningu á Alþingi.

Málið fer nú til nefndar. Ég vona að það komi aldrei þaðan út aftur.