142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

1. mál
[18:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Allir þingmenn sem ætla að koma hér í atkvæðaskýringu hafa greitt atkvæði, þ.e. ég. Ég fagna því að hér sé komið í veg fyrir að bætt sé við einu þrepi til viðbótar í virðisaukaskattskerfið. Það kemur í veg fyrir það slys sem flækt hefði kerfið umtalsvert fyrir ekki mjög marga aðila og gert það kleift að fara í lögleg undanskot á skatti og gert allt eftirlit miklu erfiðara. Við eigum að stefna að því að skattkerfin séu einföld, réttlát og hæfilega þung þannig að menn svíki ekki undan skatti.