142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[18:16]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Hér er til umfjöllunar frumvarp hæstv. innanríkisráðherra um breytingu á lögum um meðferð einkamála, undir þeirri yfirskrift að það snúist um flýtimeðferð. Í raun snýst það ekki um flýtimeðferð samkvæmt skilningi laganna heldur miklu frekar um að festa í lög atriði sem þegar eru í praxís, ef svo má að orði komast. Ég setti því fyrirvara við málið, þótt ég styðji það, sem lýtur að því að þrátt fyrir þessi yfirlýstu markmið breyti frumvarpið í raun og veru ekki neinu, hvorki fyrir aðila máls né fyrir dómstóla, en það er sannarlega ekki til skaða.