142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

meðferð einkamála.

2. mál
[18:17]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Þegar þetta mál kom til hv. allsherjar- og menntamálanefndar á milli 2. og 3. umr. voru kallaðir til tveir aðilar, annars vegar frá dómsmálaráði og hins vegar frá Lögmannafélagi Íslands. Það kom mjög skýrt fram hjá laganefnd Lögmannafélagsins að hún hefði athugasemdir við frumvarpið og taldi að það mundi ekki virka með þeim hætti sem til væri ætlast. Ég óskaði eftir því að beðið yrði með að taka málið úr nefndinni þannig að færi gæfist á því að skoða hvort hægt væri að herða ákvæðin þannig að þau skiluðu sér betur. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Eftir sem áður ætla ég að styðja frumvarpið vegna þess að ég tel það vera til bóta eins og það er þótt það gangi ekki eins langt og það hefði e.t.v. getað gengið.