142. löggjafarþing — 16. fundur,  28. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[11:17]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Aðgerðaáætlunin er mikilvægur liður í stefnumótunarferli. Það hefur ýmislegt verið reynt til að mæta skuldavanda heimilanna og nú er tækifærið til að meta stöðuna eins og gert er í hefðbundnum stefnumótunaraðgerðum. Þetta er ábyrgðarvæn tímasett áætlun. Væntingar heimilanna eru miklar og þau eiga það skilið að við hrindum þessari aðgerðaáætlun af stað.