142. löggjafarþing — 18. fundur,  1. júlí 2013.

lengd þingfundar.

[18:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langar að taka undir orð hv. þingmanns sem var hér á undan mér í pontu. Mér finnst mjög mikilvægt að við vitum hvort við ætlum að vera hér til miðnættis eða hvort við ætlum að vera til kl. 5 í nótt og óska eftir því að forseti upplýsi hve lengi stendur til að hafa þingfund í kvöld.

Mér skilst að mælendaskráin sé nokkuð löng í málinu og langar að fá að vita þetta, bara upp á að geta skipulagt sig, hvort maður þurfi að fá sér kaffi eða ekki. [Hlátur í þingsal.] Ég legg til að við höfum þingfund til kl. 12, en mundi vilja fá upplýsingar um hvort fundurinn eigi að standa lengur.